Fréttir

felag rafeindavirkja

Laugardaginn 28. mars fengu nýsveinar sveinsbréfin sín afhend. Athöfnin var mjög virðuleg að vanda en 16 rafeindavirkjar luku sveinsprófi í febrúar. Félag Rafeindavirkja óskar nýsveinum innilega til hamingju með þennan stóra áfanga.

Að vanda voru veitt verðlaun fyrir bestan samanlagðan árangur í rafeindavirkjun, bestan árangur í verklegum hluta sveinsprófs og bestan árangur á skriflegu prófi í rafeindavirkjun og var það Henry Arnar Hálfdánsson sem hlaut öll verðlaunin og óskar Félag Rafeindavirkja honum innilega til hamingju með árangurinn.