Fréttir

felag rafeindavirkja

Boðað var til formannafundar ASÍ og var hann haldinn í dag. Greinilega kom fram að þolinmæði launþega er á þrotum, lítið hefur gerst í atvinnumálum að undanförnu og Alþingi virðist frekar vera að stöðva verkefni í stað þess að greiða götur þeirra.

Það er grátlegt að fylgjast með vænlegum mannaflsfrekum verkefnum stoppa vegna smávægilegra atriða sem oft á tíðum virðist eingöngu vera vegna persónulegs álits einstaklings en ekki með sjónarmið þjóðarinnar í fyrirrúmi.En á fundinum kom einnig fram mikil andstaða við aðgerðum SA. Að samtök atvinnulífsins láti stjórnast af örsmáum hópi félagsmanna sem hefur slæmar afleiðingar fyrir hinn stóra hóp atvinnurekenda sem þurfa að taka afleiðingum uppsagnar stöðugleikasáttmálans með hækkun launa.

Við fögnum því hinsvegar að þessi hópur virðist þá geta greitt hærri laun fyrst SA er reiðubúið að segja sig frá sáttmálanum fyrir ekki stærra tilefni því er ekkert eðlilegra en að sú hækkun komi til framkvæmda nú þegar!Það er gríðarlega mikilvægt að Alþingi fari að koma hjólum atvinnulífsins af stað því atvinnuleysi eykst jafnt og þétt, horfur í efnahagsmálum velta alfarið á því hvernig til tekst. Það getur munað hundruðum milljarða á landsframleiðslu eftir því hvernig gengur að hefja framkvæmdir á næstu tveimur árum. Nú verða allir alþingismenn að snúa bökum saman og brjóta odd af oflæti sínu og byggja upp betra Ísland!