Vert er að benda félagsmönnum á að breytingar voru gerðar á lögum nr. 70/2010 sem tóku gildi í júní síðastliðnum.Breytingar þessar fela meðal annars í sér að þeir sem eru 60 ára eða eldri og hafa fengið skertar greiðslur úr Atvinnuleysistryggingasjóði á tímabilinu 1. mars 2009 til dagsins í dag, vegna greiðslna úr séreignarlífeyrissjóði, geta átt rétt á endurgreiðslu úr Atvinnuleysistryggingasjóði sem nemur fjárhæð skerðingarinnar. Þetta á hins vegar ekki við um þá sem eru yngri en 60 ára þar sem greiðslur úr séreignarlífeyrissjóðum skerða ekki greiðslur til þeirra úr Atvinnuleysistryggingasjóði. Við bendum öllum sem geta átt rétt á endurgeiðslu til að kynna sér málið til hlítar, nánari upplýsingar er að finna
hér, Athugið að umsóknarfrestur er til 1. september og því skammur tími til stefnu!