Í dag hélt Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík sína árlegu verðlaunaafhendingu nýsveina og gerði það með glæsibrag. Forseti Íslands Herra Ólafur Ragnar Grímsson var verndari hátíðarinnar og afhenti hann ásamt Ásgrími Jónassyni heiðurspeninga og viðurkenningarskjöl þeim sem luku sveinsprófi árið 2008 með afburðarárangri.
Þess ber að geta þess að tveir rafeindavirkjar fengu silfurpeninga:
Silfur:
Baldur Gíslason, rafeindavirki. Meistari Einar J. Guðjónsson
Sveinn Svavarsson, rafeindavirki. Meistari Erlingur Kristjánsson
Þorsteinn Kolbeinsson, rafvirki. Meistari Heimir Jón Guðjónsson
Brons:
Ásgeir Eiríksson, rafvirki.
Jóhann Ingi Ævarsson, rafvirki.
Jón Garðar Helgason, rafvirki.
Kári Steingrímsson, rafvirki.
Það voru því 7 rafiðnaðarmenn af 18 nýsveinum sem fengu heiðurspeninga og viðurkenningarskjöl. Við óskum þeim innilega til hamingju með frábæran árangur.