felag rafeindavirkja

Þórunn sagði að þau hefðu verið að funda með ASÍ og SART frá því kl.09 og í framhaldi af þeim fundi hefði verið haldinn annar á vegum RSÍ. Hún sagði að erfitt væri að meta stöðuna og hvað væri hangandi á spýtunni t.d. varðandi mat á launaskriði á síðasta ári sem verður mjög erfitt að meta fyrir hvern og einn hvort viðkomandi á einhvern rétt á hækkunum.

Launþegi skal koma sér á sinn kostnað til og frá vinnu hérna á Reykjavíkursvæðinu, verður frekar skilgreint. Í gamla samningnum var þetta ákvæði mjög óljóst og teygjanlegt hvað taldist vera upphafs vinnustaður.

Fjölga tímum til að sækja fagtengd námskeið úr 24 stundum í 40 stundir á 2 ára fresti og helmingur tímans sé í eigin tíma.

Orlof þá er verið að gera breytingar um 1 viðbótar dag í flokkum eftir 3 ára starf í sama fyrirtæki. Svo er verið að ræða um það hvort við (RSÍ) eigi að vera í heildar samflotinu með öðrum.

Síðan eru ýmis sameiginleg mál á vegum ASÍ sem það sér um.

Ekki var fleira á dagskránni.
Fundi slitið kl. 13:10

felag rafeindavirkja

Þórunn fór yfir skýrslu starfshóps til iðnmeistaranáms ásamt tillögum til meistaranáms í Rafeindavirkjun.

Þórunn fór yfir skýrslu starfshóps til iðnmeistaranáms ásamt tillögum til meistaranáms í Rafeindavirkjun. Dagskrá FRV næstu mánuðina, aðalfund þarf að halda ekki síðar en um mánaðarmótin apríl maí. Ath. hvort menn hafi tillögur um skemmtilegan fyrirlestur í upphafi fundar. Leggja þarf fram lista með stjórnarmönnum og auglýsa hann, setja þetta á heimasíðuna okkar. Valli vill fá nýjan mann í sinn stað í stjórn Rafiðnaðarskólans. Þórunn sagðist vilja hætta sem formaður. Bað menn um að hugsa um ef einhverjar lagabreytingar þyrfti að gera á lögum félagsins. Afmæli félagsins (félaganna) tókum að okkur að sjá um fjölskyldu hátíðina að Apavatni, huga þarf að því fljótlega hvaða auglýsingaefni við þurfum að láta prenta fyrir okkur ásamt öðru tilheyrandi efni.

Svanur Þorsteinsson varð 60 ára þann 20 okt. 2007 síðastliðinn var honum afhent gjöf að því tilefni á fundinum. Þakkaði hann kærlega fyrir.

Önnur mál, Davíð sagði frá því að undirbúningur fyrir febrúarsveinsprófið væri vel á veg kominn.

Ekki var fleira á dagskránni.

felag rafeindavirkja

kl. 12:00

Mættir: Björn Eysteinsson, Þórarinn Ólafsson, Þórunn S Jónsdóttir, Valgeir Jónasson, Davíð E Sigmundsson, Andri Jóhannesson, Eyjólfur Ólafsson, Haukur Ágústsson. Fundurinn er eingöngu um undirbúning fundar með félagsmönnum þó aðallega rafeindavirkjum hjá Símanum, Mílu og Vodafone. Fyrir um 2 ur árum (03-05-2005) báðu Símsmiðir um að sameinast Rafeindavirkjum undir einn hatt og í einu félagi. Síðar kom einnig fram ósk frá Menntamálaráðuneytinu um að greinarnar sameinuðust þar sem þá stóð yfir námskrárgerð hjá Símsmiðum og var innihald hennar farið að nálgast námskrána okkar það mikið að ekki þótti hægt annað en að fara að skoða sameiningarmálin mjög alvarlega.

Eyjólfur sagði að sín skoðun væri að ekki ætti að hleypa mönnum inn nema að uppfylltum ströngum skilyrðum. Valgeir vill að þau námskeið sem símsmiðir þyrftu að sækja lykju með prófi.

Trúlega eru um ca. 50 manns komnir með 240 tíma fagtengd námskeið og um 70 sem rétt hafa á að sækja 80 stunda námskeið.

Skoða þarf drög að réttindaveitingareglum frá Menntamálaráðuneytinu sem eru komin fram. Þórunni falið að tala við ráðuneytið um að setja inn einhverskonar tímamörk í drögin.

Fyrst þarf að kynna hugmyndir af drögunum fyrir okkar fólki hjá Símanum, Mílu og Vodafone.

Ekki var fleira á dagskránni.
Fundi slitið kl. 13:00

felag rafeindavirkja

Kjarasamningar,. Búið er að skipa í samninganefndina, Björn Eysteinsson, Haukur Ágústsson, Örn Kristinsson og Þórunn S Jónsdóttir. Búið er að halda nokkra kynningarfundi á nokkrum stöðum. Hugmyndir m.a. um að bæta inn fleiri skilgreiningum á töxtunum, þó er ekki komin endanleg niðurstaða í heildar kröfugerðina. Fjörlegar umræður urðu um málið. Sameining við Símsmiðina. Halda fund fljótlega með þeim og kynna málin. Kanna m.a. hversu margir nemar eru núna í símsmíði og fleiri mál.

Davíð kom með myndir af merki félagsins eins og það á að líta út beint frá höfundinum henni Ólöfu hjá P&Ó. Leist mönnum bara vel á.

Sveinn Þ Jónsson frá meisturunum hafði samband við Þórunni vegna afmælisins á næsta ári, hugmynd frá honum um að halda ameiginlega samkomu. Einnig mynntist hann á tækja safnið upp á Vatnsenda, það er eins og enginn í kerfinu vilji nokkuð af því vita né leggja eitthvað í það til frekari varðveislu á því. Langbylgjusendarnir sem þar eru nánast hluti af innréttingu hússins. Hugmynd um að tala beint við menntamálaráðherra. Þórunn ætlar að hafa samband við Svein og skoða hugmyndir varðandi málið.

Afmælishátíðin. Hugmynd um að í stað þess að hafa einhverskonar sýningu þá að nota fjármunina í að styrkja Verkmenntaskólann á Akureyri, Fjölbrautaskólann í Breiðholti og kannski á Akranesi til koma aftur á stað námi í rafeindavirkjun. Þórunni veitt heimild til að tala við ráðamenn skólanna varðandi málið.

Valgeir mynnti á að á komandi vori yrði kosið í stjórn í Rafiðnaðarskólanum og var hann að leggja drög að því að einhver annar tæki við af honum.

felag rafeindavirkja

Fjölskylduhátíð RSÍ verður haldin að venju um Jónsmessuhelgina 22. - 24. júní. Félagsmönnum sambandsins og fjölskyldum þeirra er boðið á hátíðina. Dagskrá verður með hefðbundnu sniði, ýmskonar leikir og keppnir á laugardaginn og um kvöldið fjölskyldudansleikur, að þessu sinni mun Mannakorn spila fyrir dansi.

Spennugolfið verður föstudaginn 29. júní og að þessu sinni fer það fram á Strandarvelli við Hellu.

felag rafeindavirkja

VERJUM - SÆKJUM þann rétt sem við eigum! 16. þing Rafiðnaðarsambands Íslands verður sett á föstudag, 27. apríl, kl. 11.00 í Gullteigi á Grand hótel Reykjavík Dagskrá setningar :

Opnunaratriði : Rafiðnaðarmenn í 100 ár. Saga í myndrænu formi samsetning Þorsteinn Úlfar Björnsson, tónlist Björk

Setning Guðmundur Gunnarsson formaður RSÍ
Ávarp Grétar Þorsteinsson forseti ASÍ
Ávarp Jens Pétur Jóhannsson form SART
Ávarp Friðrik Sophusson forstjóri Landsvirkjunar
Ávarp Hans Felix formaður Norræna rafiðnaðarsambandsins

Þing Rafiðnaðarsambands Íslands er haldið á fjögurra ára fresti, þingfulltrúar eru 135 talsins. Á þessu 16. þingi verður farið yfir baráttumál síðast liðinna fjögurra ára, stöðu sambandsins og framtíðarsýn.

felag rafeindavirkja

Fyrsti fundur stjórnar

Þórunn bauð alla velkomna til fyrsta fundar eftir aðalfund. Nýir stjórnarmenn eru þeir Þórarinn Ólafsson og Ármann H Guðmundsson í síma, ánægjulegt að fá ný aðila til stjórnarstarfa.

Ennþá er vöntun á varamannalista til RSÍ þingsins, ákveðið var að velja menn til setu þar að þeim forspurðum svo hægt væri að skila fullmönnuðum lista inn.

Sveinsbréfa afhending verður næstkomandi laugardag að Gullhömrum í Grafarvogi, er það gert vegna fjölda nýsveina að þessu sinni. Því miður eru okkar menn fáir eða aðeins 11 en rafvirkjarnir eru mörgum tugum fleiri.

felag rafeindavirkja

Aðalfundur Félags rafeindavirkja verður haldinn í húsnæði félagsins að Stórhöfða 31, 110 Reykjavík (gengið inn að neðanverðu) þriðjudaginn 27. mars 2007 kl. 17:30

Erindi: Baldur Baldursson frá Símanum kynnir þriðju kynslóð farsíma. Kynningin fer fram á undan venjulegri dagskrá. (17:30 -18:00)

Dagskrá:
1) Venjuleg aðalfundarstörf
2) Kosning fulltrúa á þing RSÍ
3) Önnur mál

felag rafeindavirkja

Ágætu félagar, Upplýsingarit ASÍ um fæðingar- og foreldraorlof hefur verið endurútgefið. Umtalsverðar breytingar voru gerðar á lögunum um fæðingar- og foreldraorlof á síðasta ári og er gerð grein fyrir þeim í inngangi, auk þess sem texti upplýsingaritsins hefur verið uppfærður til samræmis. Þá hafa allar upphæðir verið færðar til samræmis við breytingar sem tóku gildi 1. janúar sl. Sú breytinga varð um síðustu áramót að umsýsla Fæðingarorlofssjóðs var færð frá Tryggingastofnun ríkisins til Vinnumálastofnunar og fer starfsami Fæðingarorlofssjóðs nú að mestu fram á Hvammstanga. Af því tilefni hafa öll eyðublöð er varða umsóknir í sjóðinn verið uppfærð. Jafnframt hefur verið opnaður sérstakur vefur Fæðingarorlofssjóðs, www.faedingarorlof.is.

Hægt er að nálgast upplýsingaritið og fylgigögn þess á vef ASÍ www.asi.is. Þar er að finna lögin um fæðingar- og foreldraorlof og viðeigandi reglugerðir. Einnig sýnishorn af eyðublöðum Fæðingarorlofssjóðs o.fl. Einnig er hægt að nálgast upplýsingaritið á skrifstofu ASÍ.

felag rafeindavirkja

Allir kjarasamningar rafiðnaðarmanna eru gerðir af RSÍ fyrir hönd aðildarfélaga, sambandið er með yfir 20 kjarasamninga við vinnuveitendur auk nokkurra vinnustaðasamninga.

Kauptaxtar eru reiknaðir út af skrifstofunni og sendir út til félagsmanna þegar breytingar verða á þeim, þeirri útgáfu hafa ætíð fylgt margskonar aðrar upplýsingar um kjarasamningana. Kjarasamningar rafiðnaðarmanna eru nokkuð misjafnir eftir því hvar unnið er, helst vegna ýmiskonar staðbundinna réttinda eða framleiðslubónusa tengdum vinnustaðnum. Kjarasamningar fjalla um margt fleira en einungis um laun. Mennta-, orlofs-, trygginga-, vísitölu-, vaxta- og lánamál koma til umfjöllunar þegar sest er að samningum með vinnuveitendum og stundum ríkisvaldi. Í sumum tilfellum eru þeir það flóknir að til samningagerðarinnar þarf sérfræðinga t.d. hagfræðinga og lögfræðinga, sú þjónusta

er sótt til ASÍ og Kjararannsóknarnefndar. Uppsagnarfrestur rafiðnaðarmanna er nokkuð misjafn eftir því á hvaða samning þeir vinna, en lágmarksuppsagnarfrestur er einn mánuður. Eftir 3 ár hjá sama vinnuveitanda 2 mánuðir og eftir 5 ár hjá sama vinnuveitanda 3 mánuðir. Sami uppsagnartími gildir ef breyta á kjörum starfsmanns. Segja verður upp skriflega, hvort sem um er að ræða uppsögn úr starfi eða á kjörum, og er uppsagnartíminn talinn frá næstu mánaðarmótum eftir uppsögn.

Rétt er að benda á að uppsagnartími er jafngildur hvort sem launþegi eða vinnuveitandi segir upp.

RSÍ og LÍR hafa gert samning um að alla vinnu við nýlagnir skuli vinna í ákvæðisvinnu. Félögin standa að rekstri Ákvæðisvinnustofu Rafiðna sem sér um uppgjör á verkum unnum samkvæmt ákvæðistaxtanum. Ákvæðistaxtinn hefur skilað töluverðum bónus til rafiðnaðarmanna í gegnum árin, auk þess að verkkaupar hafa með notkun taxtans góða tryggingu fyrir verði og gæðum raflagnarinnar.