Fréttir

felag rafeindavirkja

Þann 26. Mars fengu 11 nýsveinar sveinsbréfin afhent við mjög hátíðlega athöfn. Athöfnin fór fram í húsnæði Rafiðnaðarskólans að Stórhöfða 27 og var mjög ánægjulegt að afhenda sveinsbréfin í því húsnæði þar sem nýsveinar eiga eftir að koma æði oft þar sem þeir munu væntanlega flestir sækja sér endurmenntun hjá Rafiðnaðarskólanum þegar þeir hafa starfað á atvinnumarkaði í einhverntíma. Óskum við þeim innilega til hamingju með þennan mikilvæga áfanga!