Nú fer að hefjast fundarferð sem farin er á vegum RSÍ. Reynt er eins og venjulega að ná til sem flestra félagsmanna sem víðast um landið, fundartími og staður verður auglýstur þegar nær dregur hverjum stað en skipulag má sjá hér að neðan. Á fundunum verður farið yfir stöðu mála en einnig er mikilvægt að fá ábendingar og spurningar frá félagsmönnum. Við hvetjum alla félagsmenn til þess að mæta á þann fund sem hentar þeim best.
Akureyri | Hótel KEA | þriðjudaginn 18. janúar | kl. 12:00 |
Reykjavík | Grand Hótel | miðvikudaginn 19. janúar | kl. 12:00 |
Egilsstaðir | Hótel Hérað | miðvikudaginn 19. janúar | kl. 19:30 |
Selfoss | Hótel Selfoss | föstudaginn 21. janúar | kl. 12:00 |
Reykjanesbær | Flughótel | mánudaginn 24. janúar | kl. 12:00 |
Akranes | Gamla Kaupfélagið | þriðjudaginn 25. janúar | kl. 17:00 |
Sauðárkrókur | Kaffi Krókur | fimmtudaginn 27. janúar | kl. 12:00 |