Fréttir

felag rafeindavirkja

VERJUM - SÆKJUM þann rétt sem við eigum! 16. þing Rafiðnaðarsambands Íslands verður sett á föstudag, 27. apríl, kl. 11.00 í Gullteigi á Grand hótel Reykjavík Dagskrá setningar :

Opnunaratriði : Rafiðnaðarmenn í 100 ár. Saga í myndrænu formi samsetning Þorsteinn Úlfar Björnsson, tónlist Björk

Setning Guðmundur Gunnarsson formaður RSÍ
Ávarp Grétar Þorsteinsson forseti ASÍ
Ávarp Jens Pétur Jóhannsson form SART
Ávarp Friðrik Sophusson forstjóri Landsvirkjunar
Ávarp Hans Felix formaður Norræna rafiðnaðarsambandsins

Þing Rafiðnaðarsambands Íslands er haldið á fjögurra ára fresti, þingfulltrúar eru 135 talsins. Á þessu 16. þingi verður farið yfir baráttumál síðast liðinna fjögurra ára, stöðu sambandsins og framtíðarsýn.