Fréttir

felag rafeindavirkja

Kjarasamningar,. Búið er að skipa í samninganefndina, Björn Eysteinsson, Haukur Ágústsson, Örn Kristinsson og Þórunn S Jónsdóttir. Búið er að halda nokkra kynningarfundi á nokkrum stöðum. Hugmyndir m.a. um að bæta inn fleiri skilgreiningum á töxtunum, þó er ekki komin endanleg niðurstaða í heildar kröfugerðina. Fjörlegar umræður urðu um málið. Sameining við Símsmiðina. Halda fund fljótlega með þeim og kynna málin. Kanna m.a. hversu margir nemar eru núna í símsmíði og fleiri mál.

Davíð kom með myndir af merki félagsins eins og það á að líta út beint frá höfundinum henni Ólöfu hjá P&Ó. Leist mönnum bara vel á.

Sveinn Þ Jónsson frá meisturunum hafði samband við Þórunni vegna afmælisins á næsta ári, hugmynd frá honum um að halda ameiginlega samkomu. Einnig mynntist hann á tækja safnið upp á Vatnsenda, það er eins og enginn í kerfinu vilji nokkuð af því vita né leggja eitthvað í það til frekari varðveislu á því. Langbylgjusendarnir sem þar eru nánast hluti af innréttingu hússins. Hugmynd um að tala beint við menntamálaráðherra. Þórunn ætlar að hafa samband við Svein og skoða hugmyndir varðandi málið.

Afmælishátíðin. Hugmynd um að í stað þess að hafa einhverskonar sýningu þá að nota fjármunina í að styrkja Verkmenntaskólann á Akureyri, Fjölbrautaskólann í Breiðholti og kannski á Akranesi til koma aftur á stað námi í rafeindavirkjun. Þórunni veitt heimild til að tala við ráðamenn skólanna varðandi málið.

Valgeir mynnti á að á komandi vori yrði kosið í stjórn í Rafiðnaðarskólanum og var hann að leggja drög að því að einhver annar tæki við af honum.