Fréttir

felag rafeindavirkja

kl. 12:00

Mættir: Björn Eysteinsson, Þórarinn Ólafsson, Þórunn S Jónsdóttir, Valgeir Jónasson, Davíð E Sigmundsson, Andri Jóhannesson, Eyjólfur Ólafsson, Haukur Ágústsson. Fundurinn er eingöngu um undirbúning fundar með félagsmönnum þó aðallega rafeindavirkjum hjá Símanum, Mílu og Vodafone. Fyrir um 2 ur árum (03-05-2005) báðu Símsmiðir um að sameinast Rafeindavirkjum undir einn hatt og í einu félagi. Síðar kom einnig fram ósk frá Menntamálaráðuneytinu um að greinarnar sameinuðust þar sem þá stóð yfir námskrárgerð hjá Símsmiðum og var innihald hennar farið að nálgast námskrána okkar það mikið að ekki þótti hægt annað en að fara að skoða sameiningarmálin mjög alvarlega.

Eyjólfur sagði að sín skoðun væri að ekki ætti að hleypa mönnum inn nema að uppfylltum ströngum skilyrðum. Valgeir vill að þau námskeið sem símsmiðir þyrftu að sækja lykju með prófi.

Trúlega eru um ca. 50 manns komnir með 240 tíma fagtengd námskeið og um 70 sem rétt hafa á að sækja 80 stunda námskeið.

Skoða þarf drög að réttindaveitingareglum frá Menntamálaráðuneytinu sem eru komin fram. Þórunni falið að tala við ráðuneytið um að setja inn einhverskonar tímamörk í drögin.

Fyrst þarf að kynna hugmyndir af drögunum fyrir okkar fólki hjá Símanum, Mílu og Vodafone.

Ekki var fleira á dagskránni.
Fundi slitið kl. 13:00