Fréttir

felag rafeindavirkja

Þórunn fór yfir skýrslu starfshóps til iðnmeistaranáms ásamt tillögum til meistaranáms í Rafeindavirkjun.

Þórunn fór yfir skýrslu starfshóps til iðnmeistaranáms ásamt tillögum til meistaranáms í Rafeindavirkjun. Dagskrá FRV næstu mánuðina, aðalfund þarf að halda ekki síðar en um mánaðarmótin apríl maí. Ath. hvort menn hafi tillögur um skemmtilegan fyrirlestur í upphafi fundar. Leggja þarf fram lista með stjórnarmönnum og auglýsa hann, setja þetta á heimasíðuna okkar. Valli vill fá nýjan mann í sinn stað í stjórn Rafiðnaðarskólans. Þórunn sagðist vilja hætta sem formaður. Bað menn um að hugsa um ef einhverjar lagabreytingar þyrfti að gera á lögum félagsins. Afmæli félagsins (félaganna) tókum að okkur að sjá um fjölskyldu hátíðina að Apavatni, huga þarf að því fljótlega hvaða auglýsingaefni við þurfum að láta prenta fyrir okkur ásamt öðru tilheyrandi efni.

Svanur Þorsteinsson varð 60 ára þann 20 okt. 2007 síðastliðinn var honum afhent gjöf að því tilefni á fundinum. Þakkaði hann kærlega fyrir.

Önnur mál, Davíð sagði frá því að undirbúningur fyrir febrúarsveinsprófið væri vel á veg kominn.

Ekki var fleira á dagskránni.