Fréttir

felag rafeindavirkja

Þórunn sagði að þau hefðu verið að funda með ASÍ og SART frá því kl.09 og í framhaldi af þeim fundi hefði verið haldinn annar á vegum RSÍ. Hún sagði að erfitt væri að meta stöðuna og hvað væri hangandi á spýtunni t.d. varðandi mat á launaskriði á síðasta ári sem verður mjög erfitt að meta fyrir hvern og einn hvort viðkomandi á einhvern rétt á hækkunum.

Launþegi skal koma sér á sinn kostnað til og frá vinnu hérna á Reykjavíkursvæðinu, verður frekar skilgreint. Í gamla samningnum var þetta ákvæði mjög óljóst og teygjanlegt hvað taldist vera upphafs vinnustaður.

Fjölga tímum til að sækja fagtengd námskeið úr 24 stundum í 40 stundir á 2 ára fresti og helmingur tímans sé í eigin tíma.

Orlof þá er verið að gera breytingar um 1 viðbótar dag í flokkum eftir 3 ára starf í sama fyrirtæki. Svo er verið að ræða um það hvort við (RSÍ) eigi að vera í heildar samflotinu með öðrum.

Síðan eru ýmis sameiginleg mál á vegum ASÍ sem það sér um.

Ekki var fleira á dagskránni.
Fundi slitið kl. 13:10