Fréttir

felag rafeindavirkja

Kjarasamningarnir, þeim er að hluta lokið og fer núna fram atkvæðagreiðsla um þá samkvæmt útsendum gögnum, þau hafa þó ekki borist til allra. Þórunn sagði að á þeim fundum sem hún hafi verið á þar sem samningarnir voru kynntir hefðu menn verið tiltölulega sáttir. Fundarsókn var mjög dræm.

Aðalfundinn á að halda kl. 17.15 þann 29 apríl. ath. með að fá Örlyg Jónatansson til að halda smá kynningu um stafræna dreifingu á TV efni.

Framboðslistinn, Þórunn gefur ekki kost á sér til frekari setu sem formaður vegna persónulegra ástæðna en gefur áfram kost á sér sem trúnaðarmaður. Kristján Þ Snæbjarnarson ætlar að skoða málið með að fara í formanninn, gott mál. Fjölnir Þorsteinsson ætlar að hætta.

Kynningarfundur varðandi sameiningarmál við Símsmiðina, hugmynd kom fram um að fara frekar í allsherjar atkvæðagreiðslu með póst kosningu fremur en að kjósa um hana á aðalfundinum.

Fjölskylduhátíðin, tala við Báru Halldórsdóttur um að hafa umsjón með henni. Afmælisárið, styrkja málefni td. í skólamálum, gullmerki og fl.

Ekki var fleira á dagskránni.
Fundi slitið kl. 13: 45