Fréttir

felag rafeindavirkja

Stafir lífeyrissjóður boðar til ársfundar á Grand hóteli Reykjavík á þriðjudaginn kemur, 19. maí, kl. 17:00. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og tillögur að breytingum á samþykktum sem hægt er að kynna sér á stafir.is.

Stafir boða jafnframt til sjóðfélagafundar kvöldið fyrir ársfund, mánudaginn 18. maí, kl. 20:00 að Stórhöfða 31. Stjórnendur Stafa ætla þar að „rýna í stöðuna“ með fundargestum og svara fyrirspurnum um afleiðingar hrunsins og um niðurstöður ársreiknings 2008.

Sjóðfélagar eru hvattir mæta til að afla upplýsinga eða leita svara við spurningum.

Allir sjóðfélagar eru hjartanlega velkomnir á báða fundina.