Fréttir

felag rafeindavirkja

1. nóvember rann út sá frestur sem aðilar vinnumarkaðarins höfðu til þess að segja kjarasamningum upp. Mikið var deilt á ríkisstjórnina af hálfu atvinnurekenda þar sem nokkur stór atriði úr stöðugleikasáttmálanum voru ekki uppfyllt. En einnig vorum við ósátt við fyrirhugaðar skattahækkanir og fyrirkomulag þeirra.

Samkvæmt sáttmálanum ættu skattahækkanir ekki að verða meiri en sem nemur rúmum 40 milljörðum en nefndar hafa verið tölur sem eru rúmlega tvöföld sú upphæð.

Helstu ávinningar framlengingar samningsins eru þeir að lágmarkslaun hækka um 8.750 kr og launaþróunartrygging veitir 3,5% hækkun launa, hafi laun ekki hækkað á tímabilinu 1. janúar - 1. nóvember 2009.