Laugardaginn 6 febrúar síðastliðinn var verðlaunaafhending Iðnaðarmannafélagsing í Reykjavík og að vanda skipuðu rafiðnaðarmenn sér í fremstu röð.
Níu af nítján verðlaunahöfum voru úr rafiðnaðargeiranum og af þeim níu voru fjórir rafeindavirkjar. Þeir heita Henry Hálfdánarson, Karl Friðrik Karlsson, rafeindavirki, Guðmundur Geir Guðmundsson og Þórarinn Gunnarsson. Félag Rafeindavirkja óskar þeim innilega til hamingju með frábæran árangur.