felag rafeindavirkja

Þann 3. febrúar síðastliðinn átti Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík 140 ára afmæli. Félagið er eitt af elstu félögum í Reykjavík og tilefni af afmælinu ákvað Iðnaðarmannafélagið að efna til verðlaunahátíðar.

2 af okkar mönnum fengu viðurkenningu.

felag rafeindavirkja

Einar Jón Ólafsson rafeindavirki og hagfræðingur sem hefur starfað á skrifstofu RSÍ síðastliðin ár hefur sagt upp störfum og mun hefja störf á nýjum vettvangi fljótlega. Félagið þakkar honum kærlega fyrir vel unnin störf og óskar honum alls hins besta í nýju starfi.

felag rafeindavirkja

Ný námskrá í rafiðngreinum hefur verið í smíðum síðustu árin. Þessi vinna er nú á lokasprettinum og er nýja námskráin nú til umsagnar þeirra sem málið snerta. Ef allt gengur að óskum verður byrjað að kenna samkvæmt nýrri námskrá núna í haust. Helstu breytingar eru lenging grunndeildar í 4 annir.

felag rafeindavirkja

Dreift var gögnum að tillögum um breytingu á skiptingu félagsgjalda innan RSÍ. einnig tillaga að breytingu á lagagreinum RSÍ. breytingar á starfsreglum RSÍ. Sjá þessi gögn í fylgiskjalamöppu.

Menn eru ekki alveg á eitt sáttir um kostnaðarskiptinguna milli félaganna og RSÍ. Ein hugmynd er að allt félagsgjaldið fari inn til sambandssjóðsins og félögunum sé síðan úthlutað í hlutfalli við fjölda greiðandi félaga innan hvers félags. Menn voru ekki sáttir við framlögð fylgigögn með þessari tillögu þar sem ekki kom fram hver upphæðirnar eru nú og hverjar þær yrðu eftir breytingar, aðeins voru “xx” í stað upphæða. Voru menn uggandi um að um væri breytingu í átt að aukinni miðstýringu á þessu. Einnig kom fram að menn skyldu af hverju verið væri að leggja þessa tillögu fram, þ.e.a.s. til aukinnar hagræðingar í bókhaldi og að sú upphæð sem félagið væri með væri ekki raunverulega sú krónutala sem það hefði til raun ráðstöfunar.

Valli benti á að nú færi aðalfundur skóla Eftirmenntunar kerfisins í hönd og ef að það væri vilji stjórnar FRV að hann yrði áfram þá yrði það að koma formlega frá stjórn okkar. (Ekki spurning um að það er okkar vilji).